Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   lau 07. október 2017 19:50
Magnús Már Einarsson
Þjálfari Króata ruglaðist á Finnum og Íslendingum
Ante Cacic.
Ante Cacic.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Ante Cacic, þjálfari Króatíu, var rekinn í dag eftir óvænt 1-1 jafntefli gegn Finnum á heimavelli í gær.

Króatar hafa einungis unnið einn af síðustu fjórum leikjum eftir að hafa verið í toppsæti I-riðils í undankeppninni lengi vel.

Ísland er nú í toppsætinu fyrir lokaumferðina á mánudag á meðan Króatar mæta Úkraínu á útivelli í leik sem þeir mega ekki tapa. Ef Úkraína vinnur þá er ljóst að Króatar enda í þriðja sæti riðilsins og fara ekki á HM.

Hinn 64 ára gamli Cacic tók við Króatíu af Niko Kovac fyrir rúmum tveimur árum og kom liðinu á EM í fyrra.

Pressan hefur hins vegar aukist á honum eftir dapurt gengi Króata á þessu ári. Dýfa þeirra hófst eftir 1-0 tapið gegn Íslandi á Laugardalsvelli í júní.

Cacic var í miklu uppnámi eftir jafnteflið gegn Finnum í gærkvöldi þar sem Pyry Soiri jafnaði á 90. mínútu.

Í viðtali eftir leik ruglaðist Cacic ítrekað á Finnlandi og Íslandi. Þar talaði hann oft um Ísland þegar hann ætlaði að segja Finnland. Independent greinir frá þessu.

Í morgun var Cacic síðan rekinn en Zlatko Dalic stýrir Króatíu í leiknum mikilvæga í Úkraínu á mánudagskvöld.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner