Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. mars 2018 17:52
Elvar Geir Magnússon
Besta mætingin í Færeyjum ef miðað er við höfðatöluna
Hemir þjálfar í Betri deildinni.
Hemir þjálfar í Betri deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Betri deildin, efsta deildin í Færeyjum, stendur undir nafni ef skoðuð er mæting á leiki miðað við höfðatöluna frægu.

Leifur Grímsson, fótbolta- og tölfræðiáhugamaður, birti skemmtilega færslu á Twitter í dag þar sem tekin er saman mæting á leiki miðað við fjölda íbúa í landinu.

Skoska deildin er í öðru sæti en Pepsi-deildin íslenska í því fimmta þrátt fyrir umtalsverða fækkun áhorfenda undanfarin ár.

Þess má geta að færeyska deildin fer af stað um komandi helgi. Þar leika tíu lið, öll með gervigras á heimavelli sínum, og leikin er þreföld umferð.

Heimir Guðjónsson þjálfar HB í Færeyjum og með liðinu leikur Brynjar Hlöðversson sem var fyrirliði Leiknis í Breiðholti.


Athugasemdir
banner
banner
banner