Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 08. mars 2018 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frekar til í að spila fyrir Mourinho en Klopp
Mynd: Getty Images
Danny Mills, fyrrum bakvörður Leeds, Manchester City og enska landsliðsins væri frekar til í að spila fyrir Jose Mourinho, stjóra Manchester United, en Jurgen Klopp, stjóra Liverpool.

„Ég væri frekar til í að spila fyrir Mourinho," sagði Mills við Premier League Daily.

„Ég veit að hann skapar mörg vandræði en það er bara eitthvað sem heillar mig við hann."

„Kannski ekki á síðasta tímabili, eða á síðasta tímabili hans hjá Chelsea, en klárlega á þessum fyrstu tímabilum hans. Það hvernig hann stjórnaði fólki, það hvernig hann tókst á við hlutina og hvernig hann leggur upp leiki frá taktísku sjónarhorni. Hann er viljugur að gera breytingar og styður við bakið á leikmönnum sínum."

„Hann er líka varnarsinnaðari sem hefði hentað mér. Það er bara eitthvað við Jose."

„Þetta er bara mitt álit, ég veit meira um Mourinho en Klopp."

Man Utd og Liverpool mætast í stórleik helgarinnar í enska boltanum á laugardaginn.
Athugasemdir
banner