Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 08. desember 2017 19:52
Ingólfur Stefánsson
Grannaslagirnir á sunnudag í hættu vegna veðurs
Liverpool og Everton.
Liverpool og Everton.
Mynd: Getty Images
Ofursunnudagurinn í ensku úrvalsdeildinni um helgina er í hættu en það gæti farið svo að bæði Manchester slagnum og Meyrseyside slagnum verði frestað vegna veðurs.

Liverpool og Everton eiga að mætast á Anfield klukkan 14:15 á sunnudag og Manchester United og Manchester City á Old Trafford 16:30 sama dag.

Veðurstofa Bretlands hefur gefið út viðvörun vegna veðurs daginn sem leikirnir eiga að fara fram og búist er við mikilli snjókomu. Mörgum leikjum í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað í gegnum tíðina vegna veðurs og ef forsvarsmenn deildarinnar túlka það sem svo að svæðið í kringum vellina sé ófært verður leikjunum frestað.

Mesta hættan er í kringum Manchester svæðið en þar sem Liverpool borg er nálægt er talið að sá leikur gæti einnig verið í hættu.

Búist er við tilkynningu frá liðunum um stöðuna en það yrði mikið áfall fyrir fótboltaáhugamenn ef þessum leikjum yrði frestað.
Athugasemdir
banner
banner
banner