Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 08. desember 2017 23:00
Ingólfur Stefánsson
„Hazard þarf að vinna fleiri titla"
Mynd: Getty Images
Antonio Conte þjálfari Chelsea segir að Eden Hazard leikmaður liðsins þurfi að vinna fleiri titla til þess að eiga möguleika á því að vinna gullknöttinn.

Cristiano Ronaldo vann sinn fimmta gullknött á fimmtudaginn en Eden Hazard endaði í 19. sæti í kjörinu um besta leikmann heims.

Hazard varð aðeins fjórði hæsti leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni í kjörinu og Conte segir að hann þurfi að hjálpa Chelsea að vinna fleiri titla til þess að enda ofar.

„Toppleikmenn þurfa að hafa metnað til þess að vinna Meistaradeildina og Heimsmeistarakeppnina. Hazard er ungur leikmaður og hefur hæfileikana til þess að verða einn af þeim bestu."

Eden Hazard hefur verið orðaður við Real Madrid í vetur en Conte vildi ekki ræða framtíð leikmannsins. Hann var hinsvegar tilbúinn til þess að ræða um miðjumanninn N'golo Kante sem endaði í áttunda sæti í kjörinu um gullknöttinn og var hæstur leikmanna úr ensku úrvalsdeildinni.

„Það er ekki einfalt fyrir leikmann eins og Kante að lenda í áttunda sæti. Ég er stoltur af honum, ég held að allir sjái hversu frábær leikmaður hann er. Að mínu mati er hann sá besti í heimi í sinni stöðu."

Hazard og Kante verða líklega báðir í byrjunarliði Chelsea sem mætir West Ham í hádegisleik morgundagsins í ensku úrvalsdeildinni klukkan 12:30.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner