Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. janúar 2018 11:49
Magnús Már Einarsson
Gylfi: Veit að Tosun er góður leikmaður
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Cenk Tosun í leiknum gegn Íslandi í október.
Cenk Tosun í leiknum gegn Íslandi í október.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson er spenntur fyrir komu tyrkneska framherjans Cenk Tosun til Everton. Everton keypti Tosun á 27 milljónir punda í síðustu viku en hann gæti spilað sinn fyrsta leik með liðinu gegn Tottenham á laugardag.

Gylfi mætti Tosun með íslenska landsliðinu í undankeppni HM sem og í undankeppni EM 2016. Hann þekkir því vel til leikmannsins.

„Það er alltaf jákvætt að fá góða leikmenn til félagsins og hann er einn af þeim. Vonandi á hann eftir að spila vel fyrir félagið," sagði Gylfi í viðtali við heimasíðu Everton.

„Ég hef spilað nokkrum sinnum gegn honum með íslenska landsliðinu svo ég veit að hann er góður leikmaður. Vonandi aðlagast hann fljótt og nær að byrja vel."

„Ef þú horfir á síðustu leiki okkar í deildinni þá hefur sóknarleikurinn ollið vonbrigðum. Mér fannst við vera mun betri í síðasta leik (gegn Liverpool í bikarnum). Í seinni hálfleik vissum við að við þurfum að ná marki. Við reyndum það og sköpuðum nokkur færi. Við hefðum getað náð nokkrum mörkum eftir fyrirgjafir eftir að við skoruðum."

„Þetta er eitthvað sem við þurfum að halda áfram að vinna í og halda áfram að bæta okkur. Ef við spilum eins og við gerðum í síðari hálfleik þá held ég að við eigum eftir að ná góðum úrslitum."


Gylfi var sjálfur á skotskónum gegn Liverpool en hann jafnaði áður en Virgil van Dijk skoraði sigurmarkið.

„Já, það var gott að ná marki, sérstaklega fyrir framan okkar stuðningsmenn og jafna 1-1. Það er samt ekki jafn sætt fyrst að við töpuðum í lokin."

„Vonandi halda mörkin áfram að koma og við getum náð í góð úrslit á næstu vikum. Jólin eru alltaf sá tími sem mest er að gera á tímabilinu og við höfum spilað marga erfiða leiki undanfarnar vikur."

„Núna fáum við nokkra daga til að jafna okkur til að vera klárir í næsta leik,"
sagði Gylfi en leikurinn gegn Tottenham er síðdegis á laugardaginn.

Sjá einnig:
Hefur trú á að koma Cenk Tosun muni nýtast Gylfa vel
Athugasemdir
banner
banner