Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   fim 09. febrúar 2017 22:32
Ívan Guðjón Baldursson
Milos: Þeir menn sem geta eitthvað heita Milos
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var í góðu skapi þrátt fyrir tap gegn Val í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins í kvöld. Valur vann í vítaspyrnukeppni eftir markalausar 90 mínútur, en Víkingar fengu besta færi leiksins.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  5 Valur

„Ég get ekki kennt strákunum um að tapa í vítaspyrnukeppni, það snýst meira um heppni," sagði Milos að leikslokum.

„Við töpum í raun leiknum með einu atviki í miðjum hálfleik sem við áttum ekki að gera, því mér fannst við alveg með stjórn á leiknum. Við vorum hættulegri og fengum tvö dauðafæri. Þeir áttu fullt af fyrirgjöfum eins og alltaf og hefðu getað skorað eitt mark líka."

Þarna var Milos að tala um rauða spjaldið sem Ragnar Bragi Sveinsson fékk á 55. mínútu, en grínaðist svo með að Víkingum virðist oft ganga betur manni færri.

„Í febrúar er allt í lagi að spila 10 á móti 11, við gerðum það líka á síðasta ári og okkur gengur vel þannig séð. Ég veit ekki, kannski þarf ég að byrja með 10 og sjá til."

Milos var sáttur með leik sinna manna í kvöld og er ánægður með leikmannahópinn sinn. Þrátt fyrir það er félagið að bæta við sig leikmönnum

„Við erum búnir að ganga frá tveimur nýjum leikmönnum en þeir geta ekki spilað fyrr en glugginn opnar 22. febrúar. Þeir eru að æfa með okkur og stimpla sig inn í liðið. Þeir eru báðir miðjumenn, einn er frá Serbíu og heitir Milos, sem er kannski ekki skrítið því þar heita allir Milos. Nei, bara þeir menn sem geta eitthvað heita Milos," sagði þjálfarinn léttur í bragði.

„Hinn er tyrki sem er uppalinn í Belgíu og hann spilar kannski aðeins framar á miðjunni. Svo misstum við fimm sóknarmenn þannig við þurfum að minnsta kosti einn fyrir sumarið. Við reiknum kannski með þremur nýjum leikmönnum með þessum tveimur."
Athugasemdir
banner
banner
banner