Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 09. apríl 2014 20:07
Brynjar Ingi Erluson
Jóhann Berg: Ég og Mandzukic erum ekki vinir og það er löngu vitað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður AZ Alkmaar í Hollandi, bauð upp á skemmtileg ummæli á samskiptavef Twitter nú rétt í þessu en ljóst er að hann og Mario Mandzukic, framherji Bayern München eru ekkerrt sérstaklega miklir vinir.

Það muna flestir eftir því er Mandzukic fékk að líta rauða spjaldið fyrir grófa tæklingu á Jóhanni Berg í síðari leik Íslands og Króatíu sem fór fram ytra.

Jóhann Berg er þá mikill stuðningsmaður Manchester United á Englandi en Patrice Evra kom Man Utd yfir í kvöld með þrumufleyg áður en Mandzukic ákvað að skyggja á markið með því að jafna um leið með skalla.

,,Ég og Mario mandzukic erum ekki vinir og það er löngu vitað!," sagði Jóhann Berg á Twitter.
Athugasemdir
banner
banner