Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   þri 09. september 2014 10:05
Magnús Már Einarsson
Sigurbjörn Hreiðars: Eigum að stefna á 4. styrkleikaflokk
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Landsliðið á æfingu í gær.
Landsliðið á æfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurbjörn Hreiðarsson, sérfræðingur hjá Fótbolta.net, hefur ekki mikla trú á að íslenska landsliðið nái sæti á EM í Frakklandi árið 2016.

Eftir gott gengi í síðustu undankeppni er bjartsýni fyrir komandi undankeppni sem hefst í kvöld með leik gegn Tyrkjum á Laugardalsvelli.

Holland, Tékkland, Lettland og Kasakstan eru einnig í riðlinum og Sigurbjörn segir að riðillinn sé mjög erfiður.

,,Ég met möguleikana ekki mikla að lenda í 2-3 efstu sætunum í þessum riðli. Ég tel að við eigum að stefna á að komast í 4. styrkleikaflokk. Það eru mjög sterk lið í riðlinum sem ég held að við gætum lent í veseni með," sagði Sigurbjörn við Fótbolta.net.

,,Liðin sem við erum að mæta eru sterkari og betri þjóðir en síðast. Það gæti orðið þrautuinni þyngra að eiga við þennan riðil. Við erum hærra skrifaðir hjá öðrum og menn taka okkur alvarlega núna."

Sigurbjörn ætlar að sjálfsögðu að mæta á völllinn í kvöld og hann bíður spenntur eftir leiknum.

,,Það verður fullur völlur væntanlega og það er meðbyr með landsliðinu. Það er fullt af leikmönnum að spila vel með sínu liði og ég er spenntur."

,,Ef leikurinn vinnst núna verður allt vitlaust. Við eigum fjóra leiki í ár og þetta er erfitt prógram. Fólk þarf að vera rólegt, þetta eru engar smá þjóðir í þessum riðli. Ég sé okkur sem lið númer fjögur."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner