Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. september 2016 09:38
Magnús Már Einarsson
Heimild: DV.is 
Skákmeistari hleraði fyrir íslenska liðið í Úkraínu
Margeir Pétursson (til hægri).
Margeir Pétursson (til hægri).
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margeir Pétursson, stórmeistari í skák, var með íslenska landsliðinu á varamannabekknum gegn Úkraínu á mánudaginn

Margeir hefur búið í Úkraínu og kann því tungumálið vel. Hann var á bekknum til að þýða skipanir sem Andriy Shevchenko, landsliðsþjálfari Úkraínu, kallaði inn á völlinn. DV greinir frá þessu í dag.

Leikurinn fór fram fyrir luktum dyrum og því heyrðust köll þjálfara og leikmanna mjög vel.

„Margeir sat við hliðina á Frey Alexanderssyni og sagði honum hvaða skipanir landsliðsþjálfari Úkraínu var að gefa og hvað væri verið að ræða um á bekknum,“ segir Heimir Hallgrímsson í viðtali við DV.

„Þetta var einfaldlega dauðafæri,“ segir Heimir og hlær en Úkraína varð að spila fyrir luktum dyrum gegn Íslandi eftir að stuðningsmenn gerðust uppvísir af kynþáttafordómum í síðustu undankeppni.

Þegar Ísland mætir Króatíu í Zagreb í nóvember verður leikurinn einnig leikinn fyrir luktum dyrum. Króatar þurfa að spila fyrstu tvo leiki sína í undankeppni HM fyrir luktum dyrum vegna óláta áhorfenda í síðustu undankeppni.

Heimir reiknar ekki með að nota sama bragð í leiknum gegn Króatíu og hafa túlk á bekknum. „Ég á síður von á því. Króatarnir finna alltaf einhverjar leiðir til þess að búa til hávaða og því finnst mér ólíklegt að það verði jafn hljóðlátt í Zagreb og var í Kiev,“ segir Heimir við DV.
Athugasemdir
banner
banner