Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. október 2017 20:42
Magnús Már Einarsson
Dregið í riðla á HM 1. desember - Ísland í öðrum eða þriðja styrkleikaflokki
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland verður í pottinum þegar dregið verður í riðla fyrir HM í Rússlandi á næsta ári. Dregið verður í Moskvu föstudaginn 1. desember næstkomandi.

Nýtt fyrirkomulag er í drættinum að þessu sinni en liðunum verður raðað niður í fjóra styrkleikaflokka út frá heimslista FIFA. Farið verður eftir október heimslistanum sem kemur út á mánudaginn. Eina undantekningin er sú að gestgjafar Rússa, sem eru í 64. sæti á heimslistanum, verða í efsta styrkleikaflokki í drættinum.

Áður fyrr var einn efsti styrkleikaflokkur í drættinum á HM en hinir þrír flokkarnir voru út frá heimsálfum. Þannig var fyrirkomulagið til dæmis á HM í Brasilíu árið 2014 en svo verður hins vegar ekki í drættinum fyrir HM í Rússlandi.

Ísland gæti náð inn í styrkleikaflokk númer tvö í drættinum ef liðið hækkar sig á nýjum heimslista FIFA. Ísland er í dag í 22. sæti heimslistans. Það skýrist þó líklega ekki fyrr en í nóvember hvort Ísland verði í styrkleikaflokki tvo eða þrjú í drættinum. Í nóvember kemur endanlega í ljós hvaða 32 þjóðir verða á HM en þá fer fram umspil um síðustu sætin.

Liðin sem eru komin á HM

Afríka
Egyptaland
Nígería

Asía
Íran
Japan
Sádi-Arabía
Suður-Kórea

Evrópa
Belgía
England
Ísland
Pólland
Rússland (Gestgjafar)
Serbía
Spánn
Þýskaland

Norður-Ameríka
Kosta Ríka
Mexíkó

Suður-Ameríka
Brasilía
Athugasemdir
banner
banner