Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 09. október 2017 23:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir hrósaði Aroni og Gylfa mikið
Icelandair
,,Gylfi legg­ur sig lík­leg­ast mest fram af öll­um í landsliðinu. Hann end­ur­spegl­ar allt sem við vilj­um að leik­menn okk­ar hafi.
,,Gylfi legg­ur sig lík­leg­ast mest fram af öll­um í landsliðinu. Hann end­ur­spegl­ar allt sem við vilj­um að leik­menn okk­ar hafi."
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Undir lok blaðamannafundarins á Laugardalsvelli í kvöld var Heimir Hallgrímsson, landsliðsliðsþjálfari, spurður út í tvo af mikilvægustu leikmönnum landsliðsins, þá Aron Einar Gunnarsson og Gylfa Sigurðsson. Heimir getur eiginlega ekki talað nægilega fallega um þá félaga.

„Við erum með leik­menn sem eru af­burða á sínu sviði," sagði Heimir.

„Ef við tök­um Gylfa sem dæmi þá er hann einn af okk­ar allra þekkt­ustu leik­mönn­um, hann skor­ar mikið og legg­ur mikið upp og er oft í sviðsljós­inu. Slík­ir leik­menn eru stund­um lúx­usleik­menn en Gylfi legg­ur sig lík­leg­ast mest fram af öll­um í landsliðinu. Hann end­ur­spegl­ar allt sem við vilj­um að leik­menn okk­ar hafi," sagði Heimir.

„Öll lið í heim­in­um vilja hafa leik­menn sem er til­bú­inn að fórna öllu svo liðið vinni, öll lið myndu vilja hafa mann eins og Aron Ein­ar. Hann er til­bú­inn að setja and­litið í takk­ana ef það verður til þess að ein­hver skori eða kom­ist í fyr­ir­sagn­irn­ar."

„Við eig­um fullt af slík­um mönn­um sem leggja mikið á sig þótt þeir fái ekki at­hygl­ina. Það sem ger­ir Aron Ein­ar að ein­stakri per­sónu er hversu mikið hann er til­bú­inn að leggja á sig fyrir liðið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner