Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 09. nóvember 2014 13:18
Elvar Geir Magnússon
Albert stefnir á að spila fyrir aðalliðið á þessu tímabili
Albert Guðmundsson í búningi Heerenveen.
Albert Guðmundsson í búningi Heerenveen.
Mynd: Heimasíða Heerenveen
Albert Guðmundsson, knattspyrnumaðurinn efnilegi, er með það markmið að spila sinn fyrsta deildarleik fyrir aðallið Heerenveen á þessu tímabili. Þetta segir hann í viðtali sem unnið var í fjölmiðlafræði áfanga í FÁ.

Albert sem er fæddur 1997 gekk í raðir Heerenveen í Hollandi í fyrra og hefur verið að gera góða hluti með unglingaliði félagsins. Hjá Heerenveen er vaninn að spila mikið á leikmönnum sem koma upp úr unglingastarfinu.

Arsenal, Celtic, Hoffenheim og FC Kaupmannahöfn voru meðal félaga sem höfðu áhuga á að fá Albert eins og fram kemur í viðtalinu en á endanum varð Heerenveen fyrir valinu.

„Mér finnst það mikill kostur að komast sem fyrst í aðalliðið. Hjá stærri klúbbum er manni kannski lofað gulli og grænum skógum en fær það ekki. Þannig virkar þetta bara," segir Albert en viðtalið má sjá hér að neðan.

„Við þurfum að setja markmiðin hátt er það ekki?"


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner