Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 09. nóvember 2017 09:41
Magnús Már Einarsson
Birkir Már ekki í aðgerð - Óvíst með næsta félag
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Birkir Már Sævarsson, landsliðsmaður, þarf ekki að fara í aðgerð eftir að hann viðbreinsbrotnaði í leik með Hammarby í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Birk­ir fór í rönt­gen­mynda­töku á þriðju­dag­inn og niður­stöðurn­ar voru á þá leið að beinið hefði brotnað í tvennt án þess að fær­ast til. Því þarf hann ekki að fara í aðgerð.

Hinn 33 ára gamli Birkir er á förum frá Hammarby en næstu skref hans á ferlinum eru óljós.

Birkir hefur verið sterklega orðaður við uppeldisfélag sitt Val en fjölskylda hans er að flytja heim til Íslands. Birkir ætlar sjálfur að reyna að finna félag erlendis til að spila með fram að HM í Rússlandi næsta sumar til að vera í góðu formi þar.

„Hjá mér er forgangsatriði að spilaí deild sem er í gangi frá og með janúar. Deildirnar á Norðurlöndunum eru byggðar upp á svipaðan hátt og sú íslenska og ég sé því ekki mikinn mun á að spila heima eða á Norðurlöndunum hvað það varðar. Þá myndi ég spila í einn eða tvo mánuði fram að HM,“ segir Birkir við Morgunblaðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner