Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 09. desember 2014 15:39
Magnús Már Einarsson
Eiður Smári: Á 25% inni
Eiður gæti spilað gegn Ipswich á laugardaginn.
Eiður gæti spilað gegn Ipswich á laugardaginn.
Mynd: Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen telur að hann eigi ennþá 25% inni en hann vonast til að komast í sitt besta form á næstu vikum.

Eiður Smári hefur samið við Bolton út tímabilið með möguleika á framlengingu næsta sumar. Hann var kynntur til sögunnar á fréttamannafundi hjá Bolton í dag.

,,Mér líður vel. Ég er meiðslalaus en ég á ennþá 25% inni. Það er eitthvað sem við munum vinna í næstu vikurnar," sagði Eiður á fréttamannafundinum en Bolton er í 17. sæti deildarinnar í augnablikinu.

,,Við viljum klifra upp töfluna eins og við getum. Við sjáum hvernig gengur. Það er nóg eftir."

Eiður spilaði með Boton frá 1998 til 2000 áður en hann gekk til liðs við Chelsea.

,,Við komumst ekki upp og ég fékk tilboð frá Chelsea. Ég gat ekki sagt eni við þá en það var erfitt að fara. Ég á frábærar minningar síðan ég var síðast hér. Mér líður aftur eins og heima. Það var auðveld ákvörðun að koma aftur hingað."

,,Þetta er eins og að fara aftur í tíma. Mér líður eins og það séu 100 ár síðan ég kom hingað fyrst en það er frábært að vera kominn aftur. Það er sama vingjarnlega umhverfið hér og áður."
Athugasemdir
banner
banner
banner