Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. desember 2017 18:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Benteke klúðraði víti sem hann átti ekki að taka
Vítaspyrna Benteke var vægast sagt léleg.
Vítaspyrna Benteke var vægast sagt léleg.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Christian Benteke var skúrkurinn þegar Crystal Palace gerði 2-2 jafntefli gegn Bournemouth í dag.

Crystal Palace fékk vítaspyrnu í uppbótartímanum sem Serbinn Luka Milivojević átti að taka enda hafði hann skorað úr vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum. Benteke var hins vegar frekastur.

Hann steig á punktinn, en vítaspyrna hans var hörmuleg og beint á Asmir Begovic, markvörð Bournemouth.

Eftir leikinn sagði Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, frá því að Benteke átti ekki að taka vítaspyrnuna.

„Enginn í liðinu okkar gat náð boltanum af honum," sagði Hodgson eftir leikinn. „Við (þjálfaraliðið) vorum búnir að ákveða fyrir fram hver ætti að taka vítaspyrnurnar og búumst ekki við því að leikmennirnir breyti því í miðjum leik."

„Ef þetta hefði verið æfing hefðum við getað gert eitthvað í þessu," sagði Hodgson enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner