Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 09. desember 2017 09:30
Ingólfur Stefánsson
Holland missir sæti sitt í Meistaradeildinni
Feyenoord endaði í neðsta sæti F riðils í Meistaradeildinni
Feyenoord endaði í neðsta sæti F riðils í Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images
Það lið sem vinnur hollensku úrvalsdeildina í knattspyrnu í ár fær ekki öruggt sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Meistaradeildar Evrópu sem hollenskir meistarar munu ekki fá sæti í deildinni.

Núverandi meistarar í Feyenoord enduðu í neðsta sæti í riðli sínum í Meistaradeildinni í vetur en liðið var með Manchester City, Shaktar Donetsk og Napoli í riðli.

Þá lenti Vitesse Arnheim einnig í neðsta sæti í sínum riðli í Evrópudeildinni. Samkvæmt nýjum styrkleikalista UEFA er hollenska deildin einungis sú 12. besta í Evrópu.

Hollenska landsliðið verður ekki með á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar og komust ekki heldur á Evrópumótið árið 2016.

Hollenskt lið hefur ekki unnið Evrópubikar frá árinu 2002 þegar Feyenoord sigraði Borussia Dortmund í úrslitaleik Evrópudeildarinnar sem var þá UEFA bikarsinn.

Ajax komust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðasta en töpuðu fyrir Manchester United og komust ekki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner