Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. desember 2017 10:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Marokkó ræðir við Ísland um leik fyrir HM
Icelandair
Fáum við Marokkó í heimsókn?
Fáum við Marokkó í heimsókn?
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Marokkó hefur rætt við KSÍ um mögulegan vináttulandsleik/æfingaleik fyrir HM sem mun fara fram á næsta ári. Þetta staðfestir Fouzi Lekjaa, forseti knattspyrnusambands Marokkó, í samtali við Daily Record.

Marokkó hafði upphaflega planað að spila gegn Skotlandi og Argentínu heima fyrir og halda „lítið mót" en sú plön hafa nú breyst.

Nú er planið að spila æfingaleiki í Evrópu og eitt liðið sem Marokkó gæti mögulelga mætt er Ísland.

„Við eigum eftir að halda lokafund með starfsliðinu og staðfesta plön okkar fyrir HM," sagði Lekjaa við Daily Record.

„Við höfum rætt við Skotland, Pólland og Ísland og viðræður eru langt komnar. Við viljum spila gegn liðum sem eru með svipaðan stíl og liðin í okkar riðli."

Marokkó er í riðli með Portúgal, Spáni og Íran á mótinu í Rússlandi næsta sumar.

Ísland mætir Indónesíu í tveimur vináttulandsleikjum í janúar, annars hefur ekkert verið ákveðið í undirbúningnum hvað varðar leiki. Ísland er í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu á HM.
Athugasemdir
banner
banner
banner