Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. desember 2017 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sanches nýtur þess að vera í kyrrð og ró í Swansea
Mynd: Getty Images
Renato Sanches hefur valdið miklum vonbrigðum frá því hann kom til Swansea á lokadegi félagaskiptagluggans í sumar.

Hann átti að fylla skarð Gylfa Sigurðssonar að einhverju leyti en það hefur engan veginn gengið. Í grein Guardian um hann segir að hápunktur ferils hans hjá félaginu hafi verið að senda á auglýsingaskilti í leik gegn Chelsea.

Þrátt fyrir slæma byrjun er Sanches sjálfur vongóður um framhaldið. Hann er í láni hjá Swansea frá Bayern München.

„Ég kann vel við borgina, hér er kyrrð og ró. Fólkið á götunum er mjög indælt," sagði Sanches í viðtali við The Swans Show.

„Þetta er gott félag. Ég nýt þess að vera hér með kollegum mínum og ég held að það sé best fyrir mig að vera hérna áfram. Ég vil spila og hjálpa liðinu, skref fyrir skref."

„Þetta er góð deild, sú besta í heimi. Samkeppnin er góð og nú líður mér vel," sagði Portúgalinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner