Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. desember 2017 17:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Ronaldo með tvö í stórsigri Real Madrid
Ronaldo hélt upp á veislu.
Ronaldo hélt upp á veislu.
Mynd: Getty Images
Ronaldo var valinn besti leikmaður í heimi á fimmtudag og hann ákvað því að halda upp á veislu á Santiago Bernabeu í dag.

Hann skoraði tvö mörk þegar Real Madrid valtaði yfir Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni. Þetta var kærkomið fyrir Ronaldo sem hefur skorað lítið á tímabilinu á Spáni.

Real Madrid er eftir þennan sigur með 31 stig, fimm stigum á eftir Barcelona sem á leik til góða.

Fyrr í dag gerðu Getafe og Eibar markalaust jafntefli. Joan Jordan, leikmaður Eibar, klikkaði á vítapunktinum á 54. mínútu.

Real Madrid 5 - 0 Sevilla
1-0 Nacho ('3 )
2-0 Cristiano Ronaldo ('23 )
3-0 Cristiano Ronaldo ('31 , víti)
4-0 Toni Kroos ('38 )
5-0 Achraf Hakimi ('42 )

Getafe 0 - 0 Eibar
0-0 Joan Jordan ('54 , Misnotað víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner