Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 10. janúar 2018 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiginkona Lichaj gaf undan og hann fékk hund
Lichaj skoraði tvö gegn Arsenal.
Lichaj skoraði tvö gegn Arsenal.
Mynd: Getty Images
Eric Lichaj, leikmaður Nottingham Forest, fékk hund eftir allt saman.

Konan mín sagði að ef ég myndi skora einhverntímann þrennu á þessu ári þá myndi ég fá hund," sagði Lichaj í viðtali eftir 4-2 sigur á Arsenal í enska bikarnum um helgina.

Lichaj skoraði tvö mörk í leiknum og þurfti að fá eitt í viðbót til þess að eiginkona hans myndi samþykkja að fá hund.

Útlitið var ekki gott fyrir Lichaj sem er ekki mikill markaskorari, en stuttu eftir að viðtalið við hann birtist hófst herferð á Twitter þar sem eiginkona Lichaj var hvött til að gefa undan. Kassamerkið #GetEricADog varð vinsælt á Twitter.

Það skilaði sér því Lichaj er búinn að eignast hund. Hann birti mynd af sér á Twitter í dag með nýja vininum, þakkaði hann öllum fyrir stuðninginn sem hann fékk.

Fékk hundurinn nafnið Gunner sem er vel við hæfi.



Athugasemdir
banner
banner
banner