Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. janúar 2018 11:15
Elvar Geir Magnússon
Mikil spenna fyrir sautján ára strák sem mun leika gegn Íslandi
Icelandair
Egy Maulana leikur seinni leik Indónesíu og Íslands.
Egy Maulana leikur seinni leik Indónesíu og Íslands.
Mynd: Getty Images
Ísland leikur tvo vináttulandsleiki í Indónesíu á næstu dögum. Á morgun er leikið gegn sérstöku úrvalsliði sem stuðningsmenn völdu í kosningu á netinu og á sunnudag er leikið gegn landsliði Indónesíu.

Meðal leikmanna sem eru í hópnum fyrir seinni leikinn er sautján ára sóknarleikmaður, Egy Maulana, sem miklar vonir eru bundnar við í Indónesíu.

Maulana hefur fengið hið „frumlega" gælunafn „indónesíski Messi" og hefur verið til reynslu hjá ýmsum liðum í Evrópu. Talið er líklegt að hann muni á næstunni semja við Saint-Etienne í Frakklandi.

Maulana er af mörgum talinn efnilegasti leikmaður sem hefur komið frá Indónesíu.

Í leikmannahópi Indónesíu eru margir leikmenn úr U23 liði landsins en það mun síðar á árinu taka þátt í Asíuleikunum. Einnig eru leikmenn úr aðalliðinu í hópnum.

Meðal áhugaverðra leikmanna er Victor Igbonefo sem fæddist í Nígeríu en fékk ríkisborgararétt í Indónesíu 2011. Hann hefur verið besti varnarmaður indónesísku deildarinnar um nokkurt skeið.

Japanskir dómarar munu dæma leikina. Yudai Yamamoto dæmir fyrri leikinn og Yusuke Araki þann seinni.

Leikirnir verða báðir klukkan 11:30 og verða sýndir í beinni á RÚV.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner