Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. janúar 2018 10:53
Elvar Geir Magnússon
Sanchez byrjar gegn Chelsea þrátt fyrir óvissuna
Samningur Sanchez er að renna út.
Samningur Sanchez er að renna út.
Mynd: Getty Images
Guardian greinir frá því að Alexis Sanchez verði í byrjunarliði Arsenal þegar liðið mætir Chelsea í undanúrslitum deildabikarsins í kvöld, þrátt fyrir óvissuna um framtíð leikmannsins.

Manchester City er að reyna að kaupa leikmanninn og gerði á dögunum 20 milljóna punda tilboð.

Mesut Özil er á meiðslalistanum en fyrir voru þar Laurent Koscielny, Nacho Monreal, Sead Kolasinac, Aaron Ramsey og Olivier Giroud.

Arsene Wenger og lærisveinar eru fáliðaðir í vörninni og mun hinn tvítugi gríski miðvörður, Konstantinos Mavropanos, vera meiðal varamanna. Hann kom til Arsenal í síðustu viku frá PAS Giannina í heimalandinu.

David Ospina byrjar í markinu gegn Chelsea í stað aðalmarkvarðarins Peter Cech. Að öðru leyti mun Wenger stilla fram sínu sterkasta mögulega liði.

Manchester City reynir hvað það getur til að fá Sanchez í janúar, sérstaklega í ljósi þess að Gabriel Jesus verður frá í tvo mánuði vegna meiðsla. Sanchez spilaði undir stjórn Pep Guardiola hjá Barcelona.

Wenger var spurður að því á fréttamannafundi í gær hvort hann gerði ráð fyrir því að Sanchez yrði áfram í Arsenal í janúar. „Ég býst ekki við neinu," sagði Wenger.

Arsenal mun reyna að fá Thomas Lemar til að fylla skarð Sanchez en hann myndi kosta sitt eins og við greindum frá í gær. Arsenal hefur einnig áhuga á Riyad Mahrez hjá Leicester og Cristian Pavon hjá Boca Juniors.

Wenger mun væntanlega losa sig við Francis Coquelin í þessum mánuði en hann hefur verið orðaður við Valencia, Crystal Palace og West Ham United. Coquelin er búinn að jafna sig á meiðslum en ekki er búist við því að hann komi við sögu í fyrri leiknum gegn Chelsea í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner