Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. janúar 2018 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Telegraph 
Sessegnon verður ekki seldur í janúar
Mynd: Getty Images
Tony Khan, varaformaður Fulham, hefur útilokað það að vonarstjarnan Ryan Sessegnon verði seldur í þessum mánuði. Manchester United, Tottenham og Real Madrid hafa öll sýnt Sessegnon, sem er 17 ára gamall, áhuga.

Sessegnon verður ekki leyft að skipta um lið í janúar og líklegra er að hann fari næsta sumar.

„Þar sem upp hafa komið sögusagnir vil ég koma því á hreint að Ryan Sessegnon verður áfram hjá Fulham og er ekki á förum í janúar glugganum," sagði Khan.

„Ryan er mjög mikilvægur hluti af Fulham fjölskyldunni og við erum þakklát að hann ætli að hjálpa okkur að komast upp í ensku úrvalsdeildina á þessu tímabili."

Fulham byrjaði tímabilið hægt en hefur verið á uppleið. Ef liðið kemst í umspilið á þessi sautján ára strákur stóran þátt í því.

Ógn hans á síðasta þriðjungi hefur vakið athygli, sjö mörk og fjórar stoðsendingar á þessu tímabili. Hann spilar venjulega sem vinstri bakvörður en getur einnig verið framar á vellinum. Hann er með fimm mörk og tvær stoðsendingar í sjö leikjum á vængnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner