Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 10. janúar 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
Stefnt á leiki gegn þjóðum frá Afríku og Evrópu á Laugardalsvelli
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
KSÍ er að vinna í því að semja við mótherja fyrir vináttuleiki á Laugardalsvelli fyrir HM í sumar.

„Það er vilji okkar allra sem hér eru að vera með tvo heimaleiki og gefa þeim fjölmörgu sem ekki hafa tök á því að fara til Rússlands tækifæri til að sjá íslenska landsliðið spila rétt fyrir HM," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur greint frá því að hann vilji mæta þjóð frá Afríku í vináttuleik fyrir HM til að undirbúa íslenska liðið að einhverju leyti fyrir leikinn gegn Nígeríu á HM.

Klara staðfesti að KSÍ stefni á að Ísland mætti einni þjóð frá Afríku og einin þjóð frá Evrópu á Laugardalsvelli í lok maí og byrjun júní.

Að sögn Klöru eru viðræður í gangi við þjóðir en þær þjóðir eru einnig í viðræðum við aðrar þjóðir um mögulega vináttuleiki. Því skýrist ekki strax hverjir andstæðingar Íslands verða.

KSÍ hefur staðfest að Ísland mætir Perú í vináttuleik í Los Angeles í mars. Erlendir fjölmiðlar hafa greint frá því að Mexíkó verði einnig andstæðingur Íslands í öðrum leik í Kaliforniu í mars. Miðasala er hafin á leikinn á erlendum vefsíðum en KSÍ hefur ekki ennþá staðfest leikinn.

„Við höfum ekkert í höndunum til að staðfesta. Við erum að á lokasprettinum með mars leikina en það er aðeins lengra í staðfestingu með júní leikina," sagði Klara.

Vináttuleikir Íslands fram að HM?
Á morgun Indónesía - Ísland
Á sunnudaginn Indónesía - Ísland
23. mars Mexíkó - Ísland (Óstaðfest)
27. mars Perú - Ísland
Maí/Júní Vináttuleikur á Laugardalsvelli?
Maí/Júní Vináttuleikur á Laugardalsvelli?

Leikir Íslands á HM:
16. júní Argentína - Ísland
22. júní Nígería - Ísland
26. júní Ísland - Króatía
Athugasemdir
banner
banner
banner