Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. mars 2018 15:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikar kvenna: Unnu 8-1 eftir að hafa lent undir
Kristín Ýr gerði þrennu fyrir Augnablik.
Kristín Ýr gerði þrennu fyrir Augnablik.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Augnablik 8 - 1 Sindri
0-1 Nejra Mesetovic ('28)
1-1 Ísabella Arnarsdóttir ('38)
2-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir ('48)
3-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir ('58)
4-1 Eydís Helgadóttir ('63)
5-1 Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir ('80)
6-1 Hildur Lilja Ágústsdóttir ('83)
7-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir ('85)
8-1 Kolbrún Björg Ólafsdóttir ('90)

Augnablik valtaði yfir Sindra í C-deild Lengjubikars kvenna þrátt fyrir að hafa lent 1-0 undir.

Sindri komst 1-0 yfir á 28. mínútu en Augnablik jafnaði í 1-1 og var staðan þannig í hálfleik.

Kristín Ýr Bjarnadóttir, fyrrum landsliðskona kom inn á í hálfleik, og skoraði hún þrennu fyrir Augnablik sem vann að lokum 8-1 sigur! Skoraði Kópavogsliðið sjö mörk í seinni hálfleiknum.

Flottur sigur hjá Augnablik en þetta er fyrsti sigur liðsins í þremur leikjum í Lengjubikarnum. Þetta var fyrsti leikur Sindra.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner