Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. júní 2016 15:30
Magnús Már Einarsson
Jón Daði: Var mjög ofvirkur sem krakki
Icelandair
Jón Daði í leik gegn Noregi á dögunum.
Jón Daði í leik gegn Noregi á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður Íslands, segir að fótboltinn hafi hjálpað sér að takast á við ofvirkni þegar hann var ungur að árum.

Þetta kemur fram í heimildarmyndinni Jökullinn Logar sem er sýnd í Borgarbíó, Háskólabíó og Smárabíó.

„Ég var mjög ofvirkur sem krakki og var oft hjá skólastjóranum," sagði Jón Daði í myndinni.

„Ég var settur á róandi lyf en það gerði ekki gott fyrir mig. Mér varð óglatt á morgnanna þegar ég borðaði morgunmat og var með svima. Mér leið aldrei vel og hætti á þeim sjálfur."

„Ef ég væri ekki í fótbolta í dag þá myndi mér ekki líða vel og ofvirknin væri jafnvel ennþá til staðar."


Jón Daði stofnaði árið 2014 styrktarsjóð til að hjálpa efnalitlum foreldrum að fjármagna knattspyrnuiðkunn barna sinna. Jón Daði þekkir slíkt af eigin raun.

„Mamma strögglaði svolítið með að borga æfingagjöld. Þjálfarinn minn í yngri flokkunum náði að koma okkur hjá þessum skuldum. Hann leyfði mér að æfa og borga síðar," sagði Jón Daði í myndinni.

Jökullinn Logar er sýnd áfram í Borgarbíó, Háskólabíó, Smárabíó um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner