Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. september 2014 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Stærsti sigur Íslands síðan 2006
Strákarnir okkar unnu frábæran sigur gegn Tyrklandi.
Strákarnir okkar unnu frábæran sigur gegn Tyrklandi.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Íslenska landsliðið vann ansi frækinn 3-0 sigur gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2016 í gær á Laugardalsvellinum.

Varla var hægt að biðja um betri byrjun í nýrri undankeppni, en strákarnir okkar rúlluðu yfir sterkt lið Tyrkja sem átti í raun aldrei séns.

Sigur þessi var stærsti sigur Íslands í keppnisleik frá árinu 2006, þegar liðið hafði betur gegn Norður-Írlandi 3-0.

Næsti leikur Íslands er á útivelli gegn Lettlandi í næsta mánuði og koma Hollendingar í heimsókn nokkrum dögum síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner