Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. október 2015 18:38
Magnús Már Einarsson
Heimir: Kári verður með í Tyrklandi
Icelandair
Kári liggur meiddur á vellinum í dag.
Kári liggur meiddur á vellinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Heimir Hallgrímsson, annar af landsliðsþjálfurum Íslands, segir að Kári Árnason verði klár í slaginn gegn Tyrklandi á þriðjudag í lokaleik riðilsins í undankeppni EM.

Kári fór meiddur af velli á 18. mínútu gegn Lettum í dag eftir að hafa lent illa á bakinu. Sölvi Geir Ottesen kom inn á í hans stað.

„Hann verður með. Hann lendir bara í höndunum á Stefáni (Stefánssyni, sjúkraþjálfara), og hann reddar þessu. Kári fékk slink á bakið og fer í meðferð. Stefán segir að þetta verði ekki vandamál," sagði Heimir á fréttamannafundi í dag.

Jón Daði Böðvarsson verður líklega með gegn Tyrkjum en hann var ekki leikfær gegn Lettum í dag.

„Það var varkárni með Jón Daða að hann spilaði ekki í dag. Ég hugsa að hann verði klár. Þetta eru þannig meiðsli að þau skemma ekki fyrir framhaldið hjá honum. Við erum ekkert hræddir við að spila honum á móti Tyrkjum," sagði Heimir.
Athugasemdir
banner
banner
banner