Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. október 2015 14:49
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Vísir 
Michael Præst: Erfitt að yfirgefa Stjörnuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Michael Præst verður samningslaus um áramótin og segist ekki vita hvað tekur við hjá sér.

Vísir heyrði í Præst sem sagðist vera þakklátur fyrir tíma sinn hjá Stjörnunni en vildi ekki ræða næsta áfangastað.

„Ástæðan fyrir þessu er einföld, ég vonast til þess að bæta mig sem leikmaður og tel mig þurfa á nýrri áskorun að halda. Mér var farið að líða of vel í Stjörnunni eftir þrjú frábær ár,“ sagði Præst við Vísi.

„Mér hefur liðið vel á Íslandi og fjölskyldunni sömuleiðis. Ég get ekkert sagt um framtíðina eins og er en ég mun setjast niður og ræða við umboðsmanninn minn á næstu dögum.

„Þetta hefur verið frábær tími og það er erfitt að yfirgefa félagið. Ég vildi láta vita af þessu sem fyrst svo félagið fengi nægan tíma til að finna viðeigandi staðgengil."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner