Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. október 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Aubameyang kennir eitruðum appelsínusafa um tapið
Aubameyang er ekki sáttur með appelsínusafann í Marokkó.
Aubameyang er ekki sáttur með appelsínusafann í Marokkó.
Mynd: Getty Images
Pierre-Emerick Aubameyang, skærasta stjarna Gabon, og Jose Antonio Camacho þjálfari liðsins vilja meina að appelsínusafi hafi skemmt fyrir liðinu fyrir 3-0 tap gegn Marokkó í undankeppni um HM. Gabon er úr leik í baráttunni um sæti á HM eftir þessi úrslit.

Aubameyang setti færslu á Twitter í dag þar sem hann gaf í skyn að leikmenn og starfslið Gabon hafi verið að glíma við magavandamál eftir að hafa drukkið appelsínusafa í Marokkó.

Camacho tekur undir þetta en hann varð sjálfur fyrir magatruflunum.

„Við teljum að þetta hafi verið appelsínusafi því að þeir sem fengu sér ekki safa voru í fínu lagi. Ég fékk mér bara smá sopa en ég var samt í rúminu og á klósettinu allan morguninn á leikdegi," sagði Camacho.

„Helmingurinn af liðinu og starfsliðinu fann fyrir magaverkjum og niðurgang á leikdegi. Þeir voru alltaf að fara á klósettið. Það er skrýtið að þetta hafi gerst á leikdegi en þetta er raunveruleikinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner