Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. nóvember 2017 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir: Þjálffræðilegt afrek að koma FH í Evrópukeppni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson, fyrrum þjálfari FH, segir að það hafi verið mikið afrek að ná Evrópusæti með FH síðasta sumar. FH endaði í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar og vann sér þannig inn Evrópusæti.

Eftir tímabilið var Heimi sagt upp störfum hjá FH þar sem árangurinn var ekki nægilega góður að mati stjórnar.

Eftir farsælan 10 ára þjálfaraferil hjá FH var Heimir rekinn og Ólafur Kristjánsson var ráðinn í hans stað.

Í viðtali við íþróttafréttamanninn og sinn gamla liðsfélaga, Hörð Magnússon, segir Heimir að það hafi verið „þjálffræðilegt afrek" að koma FH í Evrópukeppni miðað við allt það sem gekk á.

„Þetta voru margir samverkandi þættir," sagði Heimir aðspurður út í það hvað fór úrskeiðis hjá FH í sumar.

„Reyndar á endanum tel ég það þjálffræðilegt afrek að koma þessu liði í Evrópukeppnina, og miðað við það sem gekk á."

„Nú tekur nýr þjálfari við og ég vona að FH gangi vel í framtíðinni," sagði Heimir Guðjónsson en ítarlegt viðtal birtist við hann í íþróttafréttum Stöðvar 2, í Sportpakkanum í kvöld.

Þegar Heimir var látinn fara frá FH var búið að ráða í öll stóru störfin á Íslandi. Hann ákvað því að halda til Færeyja og taka við HB, stærsta og sigursælasta liðinu þar.

Smelltu hér til að sjá brot úr viðtalinu við Heimi
Athugasemdir
banner