Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 10. desember 2014 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin í dag - Roma eða Man City í 16-liða úrslit?
Francesco Totti væri svakalega til í að komast í 16-liða úrslitin....
Francesco Totti væri svakalega til í að komast í 16-liða úrslitin....
Mynd: Getty Images
...en Yaya Toure vill líka komast þangað.
...en Yaya Toure vill líka komast þangað.
Mynd: Getty Images
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lýkur í kvöld en það er nóg af spennandi leikjum á dagskrá og mörg lið sem geta enn komið sér í 16-liða úrslitin. Hér fyrir neðan getur þú séð það helsta og hverju þarf að fylgjast með.

E-riðill:

Það er allt galopið í þessum riðli. Bayern München er búið að tryggja sér sigur í riðlinum en það er hitt sætið sem tryggir þátttöku í 16-liða úrslitum sem er eftirsótt. Öll hin liðin eiga séns á því.

AS Roma og Manchester City berjast í raun og veru um síðasta sætið. Þetta er hreinn úrslitaleikur um það, nema Bayern taki uppá því að tapa fyrir CSKA Moskvu sem er heldur ólíklegt.

F-riðill:

Baráttan um efsta sætið í riðlinum. PSG er í efsta sæti með 13 stig á meðan Barcelona er í öðru sæti með 12 stig. Úrslitaleikur um riðilinn á Nou Camp á meðan Ajax og APOEL berjast um laust sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

G-riðill:

Chelsea búið að vinna riðilinn. Sporting eða Schalke taka hitt sætið. Sporting heimsækir Chelsea og fær því Schalke gullið tækifæri til að taka þrjú stig af Maribor og næla sér þannig í átta stig.

H-riðill:

Porto búið að vinna þennan riðil og Shakhtar er komið áfram. Það verður samt sem áður hörkuleikur er þessi lið mætast í Portúgal. Athletic Bilbao mun líklega tryggja sig svo í 32-liða úrslitin er liðið fær BATE Borisov í heimsókn.

Leikir dagsins:
19:45 AS Roma - Manchester City
19:45 Bayern München - CSKA Moskva
19:45 Barcelona - PSG
19:45 Ajax - APOEL
19:45 Chelsea - Sporting Lisbon
19:45 Maribor - Schalke
19:45 Porto - Shakhtar Donetsk
19:45 Athletic Bilbao - BATE
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner