Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 10. desember 2014 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Pogba: Juventus getur komist langt í Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, leikmaður Juventus á Ítalíu, telur að liðið geti farið langt í Meistaradeild Evrópu eftir að það tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum í gær.

Juventus gerði í gær markalaust jafntefli við Atletico Madrid í síðasta leik riðilsins en með sigri hefði liðið getað unnið riðilinn.

Markalaust jafntefli var þó nóg og endaði liðið í öðru sæti og því komið áfram í 16-liða úrslitin.

Gengi Juventus í Meistaradeildinni undanfarin ár hefur ekki verið sérstakt en Pogba telur að liðið eigi góða möguleika í ár.

,,Við vitum að liðið okkar getur komist langt en við verðum að gefa enn meira í leikina því þetta verða ekki auðveldir leikir," sagði Pogba.

,,Atletico er með sterkt lið en við spiluðum og sýndum mikinn karakter gegn liði sem komst í úrslitaleikinn á síðustu leiktíð," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner