Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. desember 2017 16:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Napoli tókst ekki að vinna - Emil ónotaður varamaður
Napoli mistókst að komast á toppinn.
Napoli mistókst að komast á toppinn.
Mynd: Getty Images
Napoli mistókst að komast á toppinn í ítölsku úrvalsdeildinni. Inter verður toppliðið eitthvað lengur.

Napoli gerði markalaust jafntefli gegn Fiorentina, en eftir frábæran byrjun hefur aðeins farið að hægast á liðinu undanfarnar vikur. Napoli datt út Meistaradeild Evrópu á dögunum.

Spal og Verona skildu líka jöfn en eina liðið sem vann sinn leik var Íslendingalið Udinese sem mætti botnliði Benevento.

Udinese vann 2-0 og fer upp um sæti í töflunni (er nú í 13. sæti). Benvento er á botninum með aðeins eitt stig eftir 16 leiki.

Emil Hallfreðsson var ónotaður varmaður hjá Udinese í dag en hann er að stíga upp úr erfiðum meiðslum.

Napoli 0 - 0 Fiorentina

Spal 2 - 2 Verona
0-1 Alessio Cerci ('55 , víti)
0-2 Martin Caceres ('69 )
1-2 Alberto Paloschi ('86 )
2-2 Mirko Antenucci ('88 , víti)

Udinese 2 - 0 Benevento
1-0 Antonin Barak ('5 )
2-0 Kevin Lasagna ('41 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner