Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. janúar 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Arsenal kallar ungan Spánverja til baka úr láni
Jon Toral.
Jon Toral.
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur kallað miðjumanninn unga, Jon Toral, til baka úr láni frá Granada, en þetta var staðfest í gær.

Arsenal ákvað að virkja ákvæði í lánssamningnum með því að kalla hann til baka, en þeir ætla að lána hann strax aftur. Hann er á leið til gamla stórveldisins Rangers í Skotlandi.

Toral, sem er spænskur, var sendur á láni til Granada fyrir þetta tímabil, en hann lék aðeins sex leiki fyrir félagið.

Þessi 21 árs gamli leikmaður stóð sig vel á láni hjá Birmingham á síðustu leiktíð - skoraði átta mörk í 33 leikjum - en hann hefur ekki enn spilað alvöru leik fyrir Arsenal.

Líklegt þykir að hann muni skrifa undir hjá Rangers seinna í dag.
Athugasemdir
banner
banner