Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 11. janúar 2017 23:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Spænski bikarinn: Barcelona áfram í 8-liða úrslit
Barcelona er komið í 8-liða úrslit
Barcelona er komið í 8-liða úrslit
Mynd: Getty Images
Fjórir leikir fóru fram í 16-liða úrslitum spænska konungsbikarsins í kvöld.

Þrír leikir hófust klukkan 18:00.

Alcorcón fór áfram eftir útisigur á Córdoba og Villareal gerði jafntefli við Real Sociedad. Real Sociedad sigraði fyrri leik liðanna 3-1 og fer því áfram. Þá fór Alavés áfram á útivallamörkum gegn Deportivo La Coruna.

Stórleikur kvöldsins fór fram í Barcelona þar sem heimamenn tóku á móti Athletic Bilbao. Bilbao sigraði fyrri leikinn 2-1 og þurftu því Barcelona að sigra leikinn í kvöld.

Það leit út fyrir heimamenn þegar Luis Suarez kom þeim yfir á 36. mínútu, hans 100. mark í 120 leikjum, geri aðrir betur!

Neymar bætti við forystuna úr vítaspyrnu á 47. mínútu en Bilbao minnkaði muninn fjórum mínútum síðar og því allt jafnt í einvíginu.

Það var svo enginn annar en Lionel Messi sem skoraði þriðja mark Barcelona á 77. mínútu og tryggði þar með Barcelona áfram í 8-liða úrslit. Lokatölur 3-1.

16-liða úrslitin klárast á morgun með þremur leikjum.


Athugasemdir
banner
banner