Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 11. janúar 2017 15:00
Magnús Már Einarsson
Spilar 50 ára í atvinnumennsku
Magnaður!
Magnaður!
Mynd: Getty Images
Japanski framherjinn Kazuyoshi Miura hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Yokohama FC í næstefstu deild í Japan.

Það væri ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að Miura fagnar 50 ára afmæli sínu 26. febrúar næstkomandi, en skömmu síðar hefst tímabilið í Japan.

Miura verður því fimmtugur þegar hann spilar með Yokohama á komandi tímabili en það verður 32. tímabilið hans í atvinnumennsku.

Miura skoraði á sínum tíma 55 mörk í 89 landsleikjum með Japan en hann hætti að leika með landsliðinu fyrir 17 árum síðan.

Miura setti met í Japan þegar hann skoraði í leik með Yokohama á síðasta tímabili. Áður hafði hann sett met sem elsti leikmaðurinn í úrvalsdeildinni í Japan.
Athugasemdir
banner
banner
banner