Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 11. janúar 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arda Turan á heimleið
Mynd: Getty Images
Arda Turan er á leið heim til Tyrklands. Toppliðið í tyrknesku úrvalsdeildinni, Istanbul Basaksehir er í viðræðum við Barcelona og ætlar sér að fá leikmanninn.

Hinn þrítugi Arda Turan gekk í raðir Börsunga árið 2015 eftir góðan tíma hjá Atletico Madrid.

Hann hefur ekki átt jafngóðan tíma hjá Barcelona og hefur lítið fengið að spila í Katalóníu.

Bæði þjálfari og stjórnarformaður Basaksehir hafa sagt að viðræður gangi vel, hann verði leikmaður liðsins á næstu dögum.

Arda Turan er gríðarlega vinsæll í Tyrklandi og stuðningsmenn þar í landi verða væntanlega glaðir að fá hann aftur.
Athugasemdir
banner
banner