Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 11. janúar 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
RB Leipzig ítrekar að Keita fari ekki til Liverpool strax
Keita fagnar marki í Þýskalandi.
Keita fagnar marki í Þýskalandi.
Mynd: Getty Images
Þýska félagið RB Leipzig hefur ítrekað að miðjumaðurinn Naby Keita verði ekki seldur til Liverpool í þessum mánuði.

Liverpool náði í ágúst síðastliðnum samkomulagi um að Keita gangi til liðs við félagið í júlí næstkomandi á 51 milljón punda.

Orðrómur hefur verið um að Liverpool ætli að borga 15 milljónir punda aukalega til að fá Keita núna í janúar eftir að Philippe Coutinho fór til Barcelona á 142 milljónir punda. Leipzig hefur hins vegar engan áhuga á því.

„Það er ekkert nýtt í stöðunni og þessar sögusagnir eru ekki sannar," sagði talsmaður RB Leipzig við BBC.

„Ekkert hefur breyst og staða okkar gagnvart félagaskiptunum er sú sama."
Athugasemdir
banner
banner
banner