Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. febrúar 2018 17:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sviss: Guðlaugur Victor hafði betur í Íslendingaslagnum
Guðlaugur Victor í baráttu í leiknum.
Guðlaugur Victor í baráttu í leiknum.
Mynd: Getty Images
St. Gallen 1 - 2 Zürich
1-0 Marco Aratore ('43)
1-1 Fabian Rohner ('66)
1-2 Raphael Dwamena ('77)

Það var Íslendingaslagur í svissnesku úrvalsdeildinni í dag! Guðlaugur Victor Pálsson mætti með sínum liðsfélögum í Zürich til St. Gallen þar sem Rúnar Már Sigurjónsson beið ásamt sínu liði.

Guðlaugur Victor byrjaði og spilaði allan leikinn fyrir Zürich á meðan Rúnar Már byrjaði á varamannabekknum og kom inn á sem varamaður á 82. mínútu. Rúnar Már skipti um lið í vetrarfríinu, hann fór frá Grasshopper yfir til St. Gallen.

Þetta var annar leikur Rúnars fyrir St. Gallen og annað tapið niðurstaðan. Guðlaugur Victor og félagar höfðu betur og lagði Guðlaugur upp sigurmarkið fyrir sína menn.

Eftir leikinn eru FC Zurich í þriðja sæti deildarinnar með 31 stig en St. Gallen er í sjötta sæti með 27. stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner