Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. mars 2018 14:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Hannes fékk fjögur á sig - Eggert í sigurliði
Mynd: Anna Þonn
Eggert Gunnþór Jónsson var í sigurliði í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Hlutskipti Hannesar Þórs Halldórssonar voru önnur.

Eggert spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Sönderjyske er liðið lagði Lyngby að velli á heimavelli sínum.

Þetta var góður sigur fyrir Sönderjyske, þeirra annar sigur í röð. Liðið er áfram í níunda sæti dönsku deildarinnar.

Í næst neðsta sæti er Randers sem hefur ekki unnið fótboltaleik frá því í nóvember. Liðið hefur aðeins unnið tvo deildarleiki frá því Ólafur Kristjánsson hætti með liðið í október.

Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörðurinn, stóð í marki Randers í dag og fékk á sig fjögur mörk í slæmu 4-0 tapi.

Randers er í næst neðsta sæti með jafnmörg stig og botnliðið.

Sönderjyske 1 - 0 Lyngby
1-0 Sjálfsmark ('30)
Rautt spjald: Marcel Romer, Sönderjyske ('67)

AaB 4 - 0 Randers
1-0 Kasper Kusk ('2)
2-0 Kasper Pedersen ('17)
3-0 Yann ('65)
4-0 Jannik Pohl ('82)
Rautt spjald: Jonas Bager, Randers ('73)
Athugasemdir
banner
banner