Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 11. mars 2018 19:53
Ívan Guðjón Baldursson
Faxaflóamótið: ÍA endar í toppsætinu á markatölu
Maren skoraði tvö undir lokin.
Maren skoraði tvö undir lokin.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
ÍA 4 - 0 Tindastóll
1-0 Unnur Ýr Haraldsdóttir ('26)
2-0 Fríða Halldórsdóttir ('84)
3-0 Maren Leósdóttir ('88)
4-0 Maren Leósdóttir ('90)

Unnur Ýr Haraldsdóttir kom ÍA yfir gegn Tindastól í Faxaflóamótinu í dag.

Stólarnir héldu vel í Skagastelpur þar til undir lokin þegar Fríða Halldórsdóttir tvöfaldaði forystuna áður en Maren Leósdóttir gerði útaf við leikinn með tvennu á lokamínútunum.

Sigurinn fleytir ÍA á toppi B-riðils þar sem liðið trónir fyrir ofan Hauka á markatölu eftir jafntefli innbyrðis.

Tindastóll er með þrjú stig eftir þrjá leiki og mætir Keflavík í lokaumferðinni, þar sem liðin berjast um 3. sætið.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner