Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 11. mars 2018 18:18
Ívan Guðjón Baldursson
Howe: Létum þá hafa fyrir sigrinum
Mynd: Getty Images
Eddie Howe er ánægður með sína menn í Bournemouth þrátt fyrir 4-1 tap á heimavelli gegn Tottenham.

Heimamenn voru öflugir í leiknum og fengu góð færi en náðu aðeins að skora eitt mark, þegar Junior Stanislas kom þeim yfir á sjöundu mínútu.

Gestirnir frá London komust yfir í síðari hálfleik og var leikurinn spennandi þar til á síðustu mínútunum, þegar þriðja mark Tottenham leit dagsins ljós.

„Við vorum samkeppnishæfir og lögðum okkur alla í verkefnið. Við vorum sprelllifandi þrátt fyrir að vera undir, allt þar til á síðustu mínútunum," sagði Howe við Sky Sports.

„Við byrjuðum mjög vel en Tottenham er með mikil gæði í liðinu. Leikmenn þeirra eiga hrós skilið fyrir hvernig þeir brugðust við því að lenda undir á útivelli.

„Við gáfum þeim erfiðan leik, við létum þá hafa fyrir sigrinum. Þeir þurftu að spila uppá sitt besta til að vinna okkur."


Bournemouth á gífurlega mikilvægan leik við botnlið West Brom næsta laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner