Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 11. mars 2018 17:27
Ívan Guðjón Baldursson
Sergio Aguero verður frá í nokkrar vikur
Mynd: Getty Images
Harry Kane er ekki eina markamaskína ensku úrvalsdeildarinnar sem verður frá í næstu leikjum vegna meiðsla.

Sergio Aguero var að tilkynna það á Twitter að hann verði frá í um tvær vikur vegna hnémeiðsla.

Kane meiddist á ökkla enn eina ferðina er Tottenham heimsótti Bournemouth í dag.

Vandamál Aguero liggur í vinstra hnénu, en hann meiddist á æfingu Manchester City á laugardaginn.

Man City heimsækir Stoke í síðasta leik 30. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar.

Kane og Aguero eru meðal markahæstu manna deildarinnar. Kane er með 24 mörk og 2 stoðsendingar á meðan Aguero er búinn að gera 21 mark og eiga 6 stoðsendingar.

Mögulegt er að sóknarmennirnir verði klárir í slaginn fyrir næstu umferð úrvalsdeildarinnar, síðustu helgina í mars eftir landsleikjahlé.
Athugasemdir
banner
banner
banner