Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. mars 2018 19:28
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Batshuayi hetjan í dramatískum slag
Mynd: Getty Images
Það var gríðarleg dramatík þegar Borussia Dortmund fékk Eintracht Frankfurt í heimsókn í þýska boltanum.

Sjálfsmark frá Marko Russ kom Dortmund yfir snemma og héldu heimamenn forystunni þar til stundarfjórðungur var eftir.

Luca Jovic náði þá að jafna fyrir gestina frá Frankfúrt, en Michy Batshuayi kom Dortmund aftur yfir tveimur mínútum síðar.

Danny Blum jafnaði fyrir Frankfurt í uppbótartíma og virtust gestirnir ætla að stela stigi en það gekk ekki eftir því Batshuayi átti eftir að gera sigurmarkið á 94. mínútu.

Liðin voru jöfn í meistaradeildarbaráttunni og er Dortmund í þriðja sæti eftir sigurinn, þremur stigum fyrir ofan Frankfurt sem er í evrópudeildarsæti.

Stuttgart gerði þá markalaust jafntefli við RB Leipzig. Stuttgart er um miðja deild á meðan Leipzig er í evrópubaráttu, fjórum stigum frá meistaradeildarsæti.

Dortmund 3 - 2 Frankfurt
1-0 Marko Russ ('12, sjálfsmark)
1-1 Luca Jovic ('75)
2-1 Michy Batshuayi ('77)
2-2 Danny Blum ('91)
3-2 Michy Batshuayi ('94)

Stuttgart 0 - 0 Leipzig
Athugasemdir
banner
banner