Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. október 2017 17:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sara Björk skoraði eitt af 12 mörkum Wolfsburg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Wolfsburg 12 - 2 Atletico Madrid
Mörk Wolfsburg: Alexandra Popp 3, Pernille Mosgaard-Harder 2, Lara Dickenmann 2, Tessa Wullaert 2, Sara Björk Gunnarsdóttir, Caroline Graham Hansen, Sjálfsmark.

Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir var á skotskónum þegar þýska liðið Wolfsburg komst áfram í Meistaradeildinni í dag.

Wolfsburg gjörsamlega valtaði yfir Atletico Madrid frá Spáni.

Eftir 3-0 sigur Wolfsburg í fyrri leiknum kom Atletico í heimsókn til Þýskalands í dag og það fór ekki vel fyrir þær spænsku. Wolfsburg gekk á lagið og vann með 12 mörkum gegn tveimur; ekki tölur sem sjást á hverjum degi og svo sannarlega ekki í Meistaradeildinni.

Sara Björk spilaði allan leikinn á miðju Wolfsburg. Eins og áður segir skoraði hún eitt, en hún lagði líka upp eitt mark.

Wolfsburg verður því í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar á mánudaginn, ásamt Stjörnunni sem vann 4-0 sigur Rossiyanka frá Rússlandi í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner