Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 11. nóvember 2014 21:30
Alexander Freyr Tamimi
Adebayor neitar því að hafa talað illa um stuðningsmennina
Adebayor vill fá meira hrós,
Adebayor vill fá meira hrós,
Mynd: Getty Images
Emmanuel Adebayor, framherji Tottenham, segist ekki hafa gagnrýnt stuðningsmenn liðsins eftir 2-1 tap gegn Stoke City um helgina,

Haft var eftir Adebayor að það yrði betra fyrir Tottenham að spila á útivelli í ljósi þess að leikmenn væru að fá baul frá eigin stuðningsmönnum. Hann hefur nú sent frá sér yfirlýsingu.

,,Ég vil koma ákveðnum hlutum á hreint vegna frétta í einhverjum fjölmiðlum," skirfaði Adebayor.

,,Ég hef ALDREI gagnrýnt stuðningsmenn Tottenham. Ég gaf það bara til kynna að það væri skemmtilegara ef þeir myndu styðja liðið meira."

,,Ég elska félagið líkt og allir leikmennirnir. Við viljum gera allt sem við getum til að það vinni leiki, en líkt og flestir bregðumst við betur við hrósi en gagnrýni."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner