Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mán 12. janúar 2015 09:00
Magnús Már Einarsson
Markverðir orðaðir við Liverpool
Powerade
Neto er sagður á óskalista Liverpool.
Neto er sagður á óskalista Liverpool.
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk er orðaður við Manchester United og Arsenal.
Virgil van Dijk er orðaður við Manchester United og Arsenal.
Mynd: Getty Images
Það er nóg af slúðrið í enska blöðunum í dag. Kíkjum á það helsta.



Liverpool gæti selt Mario Balotelli í þessum mánuði og notað peninginn til að kaupa Gonzalo Higuain framherja Napoli og Sergio Romero markvörð Sampdoria. (Daily Express)

Moussa Sissoko gæti verið á förum frá Newcastle en Arsenal hefur sýnt honum áhuga. (Newcastle Chronicle)

Toronto er tilbúið að skipta á Jermain Defoe og Jozy Altidore framherja Sunderland. (Sunderland Echo)

Manchester United er að reyna að fá miðvörðinn unga Aymeric Laporte frá Athletic Bilbao á 25 milljónir punda. (Daily Star)

Papiss Cisse, framherji Newcastle, er á óskalista Swansea sem arftaki Wilfried Bony. (Wales Online)

Swansea borgaði eina milljón punda í nóvember til að losna við klásúlu í samningi Bony sem leyfði honum að fara á 19 milljónir punda. Manchester City mun nú kaupa Bony á 28 milljónir punda. (Sun)

Aston Villa ætlar að kaupa framherjann Carles Gill frá Valencia á 3,2 milljónir punda. (Daily Mirror)

WBA og Crystal Palace vilja fá Rickie Lambert framherja Liverpool um leið og Divock Origi kemur til þeirra rauðklæddu frá Lille. (Daily Mirror)

Leicester hefur boðið þrjár milljónir punda í Kyle Naughton hægri bakörð Tottenham en Swansea og QPR hafa líka áhuga. (Daily Mirror)

Liverpool er að selja kantmanninn Oussama Assaidi til Al-Ahli. Assaidi hefur verið í láni hjá Stoke undanfarna mánuði. (Liverpool Echo)

Liverpool mun borga tvær milljónir punda fyrir Norberto Neto markvörð Fiorentina. (Daily Mirror)

Samuel Eto´o, framherji Everton, gæti verið á leið til Sampdoria á láni. (Liverpool Echo)

Arsenal og Manchester United vilja bæði fá varnarmanninn Virgil van Dijk frá Celtic en hann kostar tíu milljónir punda. (Daily Star)

Wolves er að fá framherjann Benik Afobe á láni frá Arsenal. (Express and Star)

Enska úrvalsdeildin gæti sektað Jose Mourinho, stjóra Chelsea, eftir að hann mætti ekki á fréttamannafund eftir leikinn gegn Newcastle um helgina. (Daily Telegraph)

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að Jordan Henderson sé tilbúinn að taka við fyrirliðabandinu af Steven Gerrard. (Guardian)

Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, vonast til að James Milner geri nýjan samning á næstu dögum. Milner verður samningslaus í sumar en hann hefur verið orðaður við Liverpool. (Manchester Evening News)

Ravel Morrison, miðjumaður West Ham, hefur kvartað til leikmannasamtakanna en hann segist eiga inni 60 þúsund pund í laun frá síðasta mánuði. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner