Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 12. janúar 2017 10:23
Magnús Már Einarsson
Payet vill fara - Neitar að spila fyrir West Ham
Ósáttur hjá West Ham.
Ósáttur hjá West Ham.
Mynd: Getty Images
Dimitri Payet hefur óskað eftir því að fara frá West Ham en hann segist ekki vilja spila með liðinu.

Hinn 29 ára gamli Payet var öflugur með West Ham í fyrra sem og með franska landsliðinu á EM. Payet hefur ekki náð sér jafn vel á strik með West Ham í vetur og virkað áhugalaus á köflum.

„Við höfum sagt að við viljum ekki selja okkar bestu leikmenn en Dimitri Payet vill ekki spila með okkur. Við ætlum samt ekki að selja hann," sagði Slaven Bilic, stjóri West Ham á fréttamannafundi nú rétt í þessu.

„Ég ræddi við formanninn og þetta tengist ekki peningum. Við gáfum honum langan samning því við vildum halda honum. Liðið og starfsfólkið hefur gefið honum allt og við höfum alltaf verið til staðar fyrir hann. Þetta eru vonbrigði. Ég er reiður."

Payet kom til West Ham frá Marseille sumarið 2015 en gamla félagið í Frakklandi hefur sýnt áhuga á að fá hann aftur í sínar raðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner